*

Bílar 21. apríl 2016

Ljúfur jepplingur

Fjórða kynslóð Toyota RAV4 jepplingsins var kynnt til leiks árið 2013. Fyrir stuttu kom hann út í nýrri útfærslu með Hybrid vél.

Við kynslóðaskiptin 2013 var RAV4 bættur til muna að flestu leyti. Bíllinn var lengdur um 20 sentimetra og innanrýmið stækkaði mikið við það. Aftursætisrými og skottpláss er afar gott fyrir vikið. Skottrýmið er eitt það stærsta í þessum stærðarflokki. Bíllinn er laglegur í hönnun og ber greinileg ættarmerki Toyota. Framendinn er svipmikill en afturendinn nokkuð fágaðri en bæði að framan og aftan spila LED-ljósin stórt hlutverk í hönnuninni.

RAV4 er prýðilegur í akstri hvort sem er á malbiki eða malarvegi. Veggripið er gott og stöðugleikabúnaður og skrikvörn bílsins vinna sömuleiðis vel. Jepplingurinn fór nokkuð létt með allar ójöfnur á holóttum malarvegi sem prófaður var. Veghæðin er 19 sentimetrar sem gerir bílinn fullfæran á torveldari vegum og í snjó. Dráttargeta bílsins er allt að 1.650 kg. Hljóðeinangrun er nokkuð góð. Auðvitað heyrist nánast ekkert í Hybrid-vélinni en vind- og veghljóð heyrist varla ólíkt því sem var í forveranum. RAV4 kostar frá 5.940.000 kr. í Hybrid-útfærslunni og er þá miðað við grunnútfærsluna GX. Í VXútfærslunni, eins og reynsluekið var, kostar hann 7.120.000 kr.

Nánar er fjallað um málið i Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Reynsluakstur  • RAV