*

Tölvur & tækni 6. mars 2015

Lockheed Martin afhjúpar nýja geislabyssu

ATHENA geislavopnið var í vikunni notað til að eyðileggja jeppabifreið.

Flugvéla- og vopnaframleiðandinn Lockheed Martin greindi frá því í vikunni að nýtt ljósleiðara-leisigeislavopn, sem fengið hefur nafnið ATHENA (e. Advanced Test High Energy Asset) hafi verið notað til að eyðileggja jeppabifreið úr ríflega eins og hálfs kílómetra fjarlægð.

ATHENA byggir á því að nota ljósleiðara til að blanda saman nokkrum leisigeislum og búa til úr þeim einn öflugan 30 kílówatta geisla. Í frétt á vefsíðu Lockheed Martin segir að vopnið sé hið öflugasta sinnar tegundar í heiminum. sé aflið í honum á við þrjár milljónir af venjulegum leisibendlum.

Vél jeppans, sem varð fyrir skotinu, var í gangi þegar tilraunin var gerð og náði geislinn að eyðileggja vélina á nokkrum sekúndum. Engin sprenging varð, eins og ætla mætti af Hollywood myndum, heldur gerði geislinn vélina einfaldlega óstarfhæfa.

Ætlun Lockheed Martin er að þróa geislavopn sem hægt verði að koma fyrir í flugvélum, þyrlum, skipum og herjeppum.

Stikkorð: Lockheed Martin  • Geislabyssa
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is