*

Hitt og þetta 26. júlí 2005

Lofa því að rafhlöður endist í 12.5 klukkustundir

Fujitsu Siemens hefur sett á markað nýja fartölvu í fyrirtækjalínu sinni þar sem gefin eru fyrirheit um rúmlega tólf klukkutíma notkun án þess að endurhlaða rafhlöðurnar. Nýja tölvan kallast LIFEBOOK C1320 og leysir af hólmi C1110 fartölvuna. Hún er með Intel Centrino örgjörva og litíum-jóna rafhlöðum sem gera tölvunni kleift að vera í notkun í 12.5 klukkustundir með báðum rafhlöðum.

Nýja fartölvan er líka sú eina í þessum flokki sem er með ATA (S-ATA) tækni sem eykur gagnaflutningshraða upp í 150 MB/s.

Byggt á frétt frá Tæknival.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is