*

Hitt og þetta 8. nóvember 2013

Loftsteinar á jörðu líklegri en áður var talið

Atburður, eins og þegar lofsteinninn sem sprakk yfir borinni Celyabinsk fyrr á þessu ári, gæti gerst oftar en áður var talið.

Nýjar rannsóknir sýna að atvik, þar sem loftsteinar skella fyrirvaralaust á jörðu, eru líklegri en áður var talið.

Loftsteinninn sem sprakk yfir rússnesku borginni Chelyabinsk í febrúar á þessu ári var í fyrstu talinn vera mjög óvenjulegur atburður sem gerist bara á 200 ára fresti. Við sprenginguna slösuðust yfir 1000 manns og gluggar í margra kílómetra radíus sprungu. En samkvæmt nýjustu rannsóknum geta atburðir eins og sá í Chelyabinsk gerst mun oftar og jafnvel á tíu eða tuttugu ára fresti.

Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature og er Peter G. Brown, prófessor í eðlis- og stjörnufræði við háskólann í Western Ontario, höfundur þeirra. Hann segir eðlilegt að fólki finnist niðurstöðurnar óþægilegar en nú sé samt hægt að kortleggja hættulegri loftsteina betur en áður og búa til aðgerðaáætlun fyrir þjóðir heimsins til að bregðast við alvarlegum tilvikum.

The New York Times segir frá málinu hér

Stikkorð: Leiðindi  • Örvænting  • Hræðsla  • Lofsteinar