*

Tölvur & tækni 1. september 2014

Lög sem koma í veg fyrir snjallsímaþjófnað

Allir snjallsímar seldir frá júlí 2015 í Kaliforníu verða með innbyggðan „kill switch“.

Til að koma í veg fyrir eða takmarka verulega snjallsímaþjófnað voru lög samþykkt í Kaliforníu í vikunni sem fela í sér að allir snjallsímar sem seldir verða í Kaliforníu frá júlí 2015 verða með innbyggðan „kill switch“ hugbúnað.

Lögin Sb-962 voru kynnt í febrúar en þau fela í sér að snjallsímar séu með innbyggðan „kill switch“ hugbúnað sem gerir eigendum þeirra kleift að læsa, eyða hugbúnaðinum og gera símann ónothæfan ef honum er stolið. Tilgangur laganna er að draga úr snjallsímaþjófnaði með því að draga úr verðmæti símanna. Með tilkomu iCloud Activation Lock feature iOS 7 læsibúnaðinum hefur dregið verulega úr snjallsímaþjófnaði.

Í San Francisco hefur dregið úr þjófnaði á iPhone símum um 38% og í New York um 29%.

Stikkorð: Snjallsímar