*

Matur og vín 24. ágúst 2016

Loksins besti barinn

Loksins bar heldur áfram sigurgöngu sinni.

Eydís Eyland

Loksins bar heldur áfram að vinna til verðlauna en nýlega var Loksins bar á keflavíkurflugvelli valinn annar besti flugvallarbar í heimi, á AirportFAB2016 verðlaunahátíðinni sem fór fram í Genf.

Á fréttavefnum Túristi kemur fram að Loksins bar var einnig tilnefndur í flokki þeirra flugvallarveitingastaða sem þóttu endurspegla heimaland sitt best þar sem á barnum er lögð miki áhersla á úrval af íslensku öli. En bjórlistinn á Loksins féll vel í kramið hjá útsendurum ferðaritsins Travel&Leisure sem útnefndu Loksins sem einn af 8 af bestu bjórbörum heims fyrir þyrsta flugfarþega í fyrra.