*

Ferðalög 1. október 2013

Lokun í BNA hefur gríðarleg áhrif á ferðaþjónustu

Fólk á ferðalagi um Bandaríkin þessa dagana finnur vel fyrir lokuninni vegna ósættisins um fjárlögin í bandaríska þinginu.

Ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa verið sendir heim vegna ósættis um fjárlögin í þinginu. Vegna þessa hafa 59 þjóðgarðar lokað en þá heimsóttu yfir 12 milljón manns á síðasta ári. Þessir garðar eru til dæmis Yellowstone, Miklagljúfur, Yosemite, Grand Teton og Death Valley.

Þeir ferðamenn sem hafast við á hótelum inni í þjóðgörðunum hafa tvo sólarhringa til að yfirgefa hótelin og garðana.

Aðrir ferðamannastaðir, sem lokunin hefur áhrif á, er til dæmis Frelsisstyttan í New York, Alcatraz-eyja í San Francisco, Washington minnisvarðinn í höfuðborginni, The Bunk Hill minnisvarðinn í Boston og Independence Hall í Filadelfíu.

Mörg söfn hafa lokað og einnig dýragarðar. Þeir sem eru á ferðalagi um Bandaríkin þessa dagana mega því búast við miklum truflunum og einnig vandræðagangi við að finna sér gistingu annars staðar hafi þeir bókað hótel inni í þjóðgörðum landsins. 

The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag.