*

Ferðalög & útivist 13. júní 2014

London er dýrasta ferðamannaborg í heimi

TripAdvisor tók saman verð á hótelherbergjum, veitingastöðum og leigubílum til að velja dýrustu borg í heimi.

Starfsmenn TripAdvisor báru saman verð í 48 vinsælustu ferðaborgum heimsins og komust að þeirri niðurstöðu að London væri dýrasta borg til að heimsækja í heimi. En samkvæmt könnun þeirra eru sjö af tíu dýrustu borgunum á listanum í Evrópu.

Samkvæmt úttektinni kostar kvöldverður og kokteilar auk gistingu í fjögurra stjörnu hóteli í eina nótt í London að meðaltali 523 dollara eða um 60.000 íslenskar krónur. Í samanburði kostar sami pakki þrisvar sinnum minna í Hanoi í Víetnam.

Í Stokkhólmi má finna dýrasta kvöldverðinn en þarkostar kvöldverður fyrir tvo jafn mikið og nótt á fjögurra stjörnu hóteli, leigubíll á veitingastað, kokteilar, og kvöldverður fyrir tvo í Hanoi.

Að lokum var borin saman leigubílakostnaður. Í Osló er hann hæstur en þriggja kílómetra ferð kostar allt að 57 dollurum eða 6500 íslenskum krónum, í samanburði kostar sama ferð 3 dollara eða tæpar 350 krónur í ódýrustu borginni á listanum Jakarta, höfuðborg Indónesíu.

Hér má sjá listann í heild sinni:

1. London

2. París

3. New York

4. Stokkhólmur

5. Osló

6. Zurich

7. Kaupmannahöfn

8. Helsinkí

9. Tórontó

10. Sydney

Stikkorð: London  • TripAdvisor