*

Ferðalög 20. júní 2013

Lonely Planet mælir með Íslandi

Kaupmannahöfn, Cinque Terre á Ítalíu og Mývatn eru dæmi um staði sem Lonely Planet mælir með fyrir ferðamenn sem vilja skoða Evrópu.

Lonely Planet hefur tekið saman lista yfir bestu staðina í Evrópu fyrir ferðamenn að heimsækja í sumar.

Þar er ferðamönnum, sem vilja forðast biðraðir og örtröð annarra ferðamanna, ráðlagt að sleppa París og Róm og fara frekar til Kaupmannahafnar eða heimsækja Ísland og fara þá helst norður í land.

Lonely Planet leggur mikla áherslu á að velja staði sem hafa ekki fengið þá athygli sem þeir eiga skilið en eru engu að síður algjörlega einstakir. CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni hér

Staðirnir sem Lonely Planet mælir með eru: 

  1. Porto & the Douro Valley, Portúgal.
  2. Búdapest, Ungverjaland.
  3. Norðurland, Ísland.
  4. Moravia, Tékkland.
  5. Bern, Sviss.
  6. Marseilles, Frakkland.
  7. Króatía.
  8. Norður Írland.
  9. Kaupmannahöfn, Danmörk. 

 

 

 

Stikkorð: Mývatn  • Lonely Planet