*

Hitt og þetta 14. febrúar 2014

Löng saga Valentínusardagsins

Talið er að prestur hafi verið fangelsaður af Kládíusi II. Presturinn hafi orðið ástfanginn af dóttur kvalara síns.

Valentínusardagurinn er í dag, en það er dagur elskenda. Ýmsir nota daginn í að bjóða þeim sem þeir elska út að borða eða færa þeim blóm. Dagurinn á sér nokkuð langa sögu og skemmtilega. Sú hefð á sér uppruna í Frakklandi frá 14. öld. 

Það eru fleiri en einn dýrlingur sem bera nafnið Valentínus. Talið er að Valentínusardagurinn sé nefndur eftir presti sem lét lífið 270 eftir Krist. Hann varð fyrir barðinu á Kládíusi II Rómarkeisara sem ofsótti kristna menn.

Sagan segir að eftir að Valentínus var handtekinn og settur í fangelsi hafi hann vingast við dóttur Kládíusar II og orðið ástfanginn af henni. Hann hafi meðal annars skrifað henni hugljúft bréf. Dagurinn á líka rætur sínar að rekja til Lupercalia-hátíðarinnar sem Rómverjar héldu hátíðlegan um miðjan febrúar. 

Á vef Britannica Encyclopedia segir að vorkomunni hafi verið fagnað þennan dag og einhleypar konur og karlmenn pöruð saman með nokkurs konar happadrætti.