*

Bílar 16. maí 2018

Lotus setur nýjan bíl á markað

Um er að ræða aflmesta götubíl bílaframleiðandans.

Lotus hefur sett á markað Lotus Evora GT430 sem er aflmesti götubíll bílaframleiðandans. 

Þessi nýjasta gerð Lotus Evora er með sömu 3,5 lítra V6 vélinni og hinn hefðbundni Evora en með því að bæta áli við smíðina og létta þannig bílinn um 26 kg hefur tekist að auka aflið enn frekar. Nýi GT430 sportbíllinn skilar alls 430 hestöflum og er aðeins 3,7 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hann hefur því vinninginn yfir hinn hefðbundna Lotus Evora þegar kemur að hraða og afli.

Þessi nýi bíll er 1.258 kg að þyngd og nær 305 km hámarkshraða. Bíllinn er með 6 gíra skiptingu og sérstök Michelin Pilot Sport Cup 2 dekk sem líma hann við veginn jafnvel á mikilli ferð í beygjum að sögn framleiðandans. Hinn nýi Evora GT430 er mjög vel heppnaður í hönnun og sportlegur í útliti. 

Stikkorð: bílar  • Lotus Evora