*

Ferðalög 9. október 2012

Lufthansa og easyJet valin best

Flugvöllurinn í Zurich í Sviss valinn bestur í Evrópu á World Travel Awards hátíðinni. Icelandair og Wow air munu fljúga þangað næsta sumar.

Lufthansa var umhelgina valið besta evrópska flugfélagið á World Travel Awards hátíðinni, en þar um nokkurs konar óskarsverðlaun flugheimsins. Þá var easyJet valið besta fálagið í flokki lággjaldaflugfélaga.

Frá þessu er greint á vef Túrista. Bæði þessi félög fljúga til Íslands og easyJet tilkynnti í síðustu viku að félagið hygðist fjölga áfangastöðum sínum frá Íslandi í þrjá.

Samhliða þessu var flugvöllurinn í Zurich, stærstu borg Sviss, valinn sá besti í Evrópu á verðlaunahátíðinni – níunda árið í röð. Bæði Icelandair og Wow air fljúga til borgarinnar næsta sumar. Icelandair mun fljúga tvisvar í viku en WOW air á laugardögum.

Stikkorð: easyJet  • Lufthansa