*

Ferðalög & útivist 9. ágúst 2013

Lúxus Emirates með myndavél Google

Með myndavél Google má skoða hvern krók og kima í jumbóþotu Emirates.

Flugfélagið Emirates býður nú fólki að sjá lúxusinn um borð í júmbóþotu félagsins, Airbux A380, með sömu tækni og götumyndavél Google. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að skoða flugvél með þessari tækni. 

Tilefnið er markaðsátak en um þessar mundir eru fimm ár síðan Emirates tók A380 vélarnar, sem eru á tveimur hæðum, í notkun. Með myndavélinni sést vel allur sá lúxus sem er í boði um borð, eins og sturtur, heilsulind og sérherbergi fyrir farþega. Einnig má sjá myndir af flugstjórnarklefanum, setustofur, fyrsta farrými og fleira.

Emirates er með 35 A380 vélar í notkun og er með 55 í pöntun. Yfir 18 milljónir farþega hafa ferðast með vélunum. 

Hér má sjá A380 hjá Emirates. Stuff.co.nz fjallar um málið hér. 

Stikkorð: Emirates