*

Bílar 20. desember 2021

Lúxus rafjeppi frá Kína

Rafknúni lúxusjeppinn Hongqi E-HS9 er með 84 kW eða 99 kW rafhlöðum sem skila drægni frá 396-465 km.

Rafknúni lúxusjeppinn Hongqi E-HS9 var kynntur til leiks nýverið. Hann er flaggskip FAW bílaframleiðandans og framleiddur í Kína. 

Fyrrverandi Rolls Royce hönnuðurinn Giles Taylor var fenginn yfir til FAW til að vera með hönnunarteyminu. Fingraför hans eru nokkuð greinileg á þessum stóra jeppa kínverska framleiðandans. Kraftalegur framendi Hongqi E-HS9 þykir líkjast talsvert Rolls Royce.

Hongqi E-HS9 er með 84 kW eða 99 kW rafhlöðum sem skila drægni frá 396-465 km. Það er mikið afl í Hongqi E-HS9 en minni rafhlaðan skilar 429 hestöflum og sú stærri 543 hestöflum. Aflmeiri útgáfan fer úr kyrrstöðu í hundraðið á 4,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 200 km/klst. 

Stikkorð: FAW  • Hongqi E-HS9  • Giles Taylor