*

Bílar 27. apríl 2014

Lúxusbílar seljast vel í Kína

Bílasýningar í New York og Peking standa yfir þessa dagana

Bílasala gekk vel víðast hvar í heiminum fyrstu þrjá mánuði ársins. Er það vísbending um að efnahagslífið sé eitthvað að vænkast. Reyndar ruglar hið opinbera þennan markað eins og aðra. Í Japan hækkaði söluskattur úr 5% í 8% 1. apríl. Því kepptust Japanar að kaupa bíla fyrir þann tíma.

Ljóst er að lúxusbílaframleiðendur taka skýrslu McKinsey & Co., sem kom út fyrir ári síðan, alvarlega en samkvæmt henni mun sala á lúxusbílum í Kína fara úr 1,25 milljónum í 2,25 milljónir árið 2016. Frumsýning BMW á hugmyndaútgáfu af flaggskipi sínu á bílasýningunni í Peking sem nú stendur yfir er til merkis um áhersluna á kínverska markaðinn. Rétt eins og hjá Mercedes-Benz sem frumsýndi keppinaut X6 jeppans frá München. Lexus og Land Rover völdu sér hins vegar New York fyrir sínar frumsýningar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.