
Kia Motors er að undirbúa spennandi lúxusbíl sem á að vera afturhjóladrifinn í ætt við þýska eðalbíla. Bíllinn heitir Kia GT og var kynntur til leiks sem hugmyndabíll á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt í lok síðasta árs.
Hann verður með V6 3,3 lítra bensínvél og túrbínu. Vélin mun skila bílnum 400 hestöflum og togið verður 530 NM.
Þetta verður fyrsti afturhjóladrifni bíllinn frá suður-kóreska bílaframleiðandanum sem er í mikilli sókn um þessar mundir.