*

Bílar 28. júní 2015

Lúxusbíll sem segir sex

Ný útgáfa af Audi A6 hefur litið dagsins ljós, en bíllinn etur kappi við BMW 5 og Mercedes-Benz E-Class.

Róbert Róbertsson

Helstu breytingar á hinum nýja Audi A6 eru á stuðurum og ljósum og heildarsvipurinn er aðeins straumlínulagaðri. Framljósin eru svolítið aftursveigð með díóðu ljósabúnaði sem virkar flott. Ég hef oft hrósað Audi fyrir fallega hönnun og sama er uppi á tengingum hér. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið eru flottar og fágaðar bæði að innan sem utan. Raunar eru breytingarnar að innan í algeru lágmarki enda óþarfi að breyta því sem vel er gert.

Hönnunin er til fyrirmyndar í innanrýminu og frágangur einnig. Mælaborðið er flott og praktískt. Alveg klassískt þýskt frá Audi sem eru raunar mjög góð meðmæli. Mér finnst smart hvernig upplýsingaskjárinn rennur upp úr miðju mælaborðinu þegar kveikt er á bílnum og rennur aftur niður þegar slökkt er á honum. Gallinn er þó að það tekur smá stund að kvikna á bakkmyndavélinni út af þessari aðgerð með skjáinn. Það er ekki hægt að fá allt í þessu lífi. Start/ stopp takkinn er í miðjustokknum á milli framsætanna sem er ansi svalt.

Rúmgóður og þægilegur

Það fer vel um ökumann og farþega og leðurklædd sætin eru þægileg. Það er raunar vert að minnast á að staðalbúnaðurinn er óvenjumikill í þessum bíl miðað við þýsku keppinautana og leðursæti eru þar á meðal ásamt 18 tommu álfelgum sem er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur í þýsku lúxusbílunum en er að sjálfsögðu hið besta mál.

Audi A6 er mjög rúmgóður í alla staði og fínt pláss fyrir ökumann og fjóra farþega. Miðjustokkurinn aftur í er samt svolítið plássfrekur og tekur aðeins fótapláss frá þeim sem situr í miðjunni. Farangursrýmið er með því mesta sem gerist í fólksbílum eða alls 530 lítrar. Mér skilst að einungis E-línan frá MercedesBenz státi af meira plássi í skottinu

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Audi  • Audi A6