*

Hleð spilara...
Bílar 26. október 2012

Lúxusbíllinn Bentley í kappakstur

Á síðstu 83 árum hefur Bentley aðeins tekið einu sinni þátt í kappakstri.

Breski lúxusbílaframleiðandinn Bentley kynnti í París á dögunum kappakstursútgáfu af tveggja dyra Continental GT bílnum. Sá nefnist GT3. Bíllinn er ennþá á hugmyndarstigi en forsvarsmenn Bently segja að hann muni taka þátt í kappakstri innan skamms.

Bíllinn mun að öllum líkindum vera með kraftmestu vélina frá framleiðandanum, 6 lítra W12 vél sem skilar 616 hestöflum en verður talsvert kraftmeiri þegar búið verður að sérbúa hana fyrir kappakstur.

Forsvarsmenn Bentley hafa ekki gefið upp í hvers konar kappakstursmótum bíllinn mun taka þátt í, en flestir gera ráð fyrir að hann taki þátt í Le Mans 24, tuttugu og fjögurra tíma þolkappakstrinum.

Fyrir tíu árum tók Bentley Speed 8 þátt í Le Mans . Bíllinn var sérhannaður frá grunni í samstarfi við Audi en þróun hans var hætt og hann keppti aldrei aftur.

Þá hafði Bently ekki tekið þátt í kappakstri í 73 ár, en bílar framleiðandans voru sigursælir í Le Mans á árunum 1920-1930.

Stikkorð: Bentley