*

Bílar 9. maí 2012

Lúxusbíllinn Maybach úr skíra gulli

Maybach kostar tæpar 160 milljónir króna frá framleiðanda. Gullni Maybachinn kostar í kringum sjö milljarða.

Daimler AG tilkynnti í haust að framleiðslu á Maybach yrði hætt og í staðinn yrði lögð meiri áhersla á flaggskipið S frá Mercedes Benz.

Maybach hefur notið vinsælda meðal fræga og ríka fólksins. Grískættaði milljarðamæringurinn Theo Paphitis er búsettur í London. Hann keypti sér Maybach 62 fyrir skömmu og skipti þá út minni gerðinni, Maybach 57.

Venjulegur Maybach 62, ef venjulegur skildi kallast, kostar um 160 milljónir króna. Bíll Paphitis er hins vegar gullhúðaður og er talið að verðmæti bílsins séu um 35 milljónir punda, rúmir 7 milljarðar króna.

Eldri Maybach Paphitis skar sig einnig úr. Hann var allur þakinn krómi. Spennandi verður að sjá hvernig næsti bíll Paphitis mun líta út.

Maybach 62 úr gulli.

Myndirnar voru teknar í Lundúnum á dögunum.

Eldri bíll Paphitis úr krómi. Maybach 57 er talsvert minni bíll en 62.

Ugglaust þykir flestum "venjulegur" Maybach fallegri.Stikkorð: Maybach