*

Hitt og þetta 18. júlí 2013

Lúxushótel sem býður upp á barnapakka

Fyrir fólk sem elskar hótel en fær ekki pössun er ekki öll nótt úti enn. Sum hótel bjóða upp á barnapakka.

Engin pössun fyrir helgarferðina? Engar áhyggjur. Það eru til hótel sem eru barnvæn og það sem meira er, bjóða upp á sérstaka barnapakka.

Hótelið er reyndar í Sydney og heitir QT Sydney. QT Sydney er fimm stjörnu lúxushótel sem býður foreldrum upp á sérstaklega freistandi tilboð sem heitir „The Baby Q Package.“ Innifalið í tilboðinu er gisting í Q King Deluxe herberginu, morgunmatur, vínflaska, snyrtimeðferðir, barnarúm, skiptiaðstaða og allur annar búnaður sem þarf fyrir barnið og sérstakur Iiamo peli sem fólk má taka með sér heim. Og Iiamo pelinn er enginn venjulegur peli en hann kostar rúmlega 14 þúsund krónur út í búð.

Þetta er ekki það eina sem er í boði á hótelinu heldur eru þeir líka með pelahitara fyrir þá sem vilja og maukaðan barnamat á veitingastaðnum. Og í móttökunni er spurt hvort barnið hafi verið ánægt með barnarúmið. Hér má sjá nánari umfjöllun um hótelið og barnapakkann.

Nú er bara að vona hótelin í Reykjavík taki sig taki og reyni að bjóða upp á eitthvað svipað og QT Sydney svo mæður og feður hér á landi geti kannski skotist í sólarhring og slakað á í fínni hótelsvítu og pantað maukaðan barnamat eða volga þurrmjólk á silfurbakka í faðmi fjölskyldunnar. 

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: Börn  • lúxushótel  • Þreyta  • Sydney