*

Ferðalög & útivist 6. desember 2013

Lúxushótel vekur hneykslan með „fátækrahverfi"

Lúxushótelið Emoya í Suður-Afríku þykir ósmekklegt í markaðssetningu á nýrri tegund af gistingu þar sem gestir geta gist í fátækrahverfi.

Lúxushótelið Emoya í Bloemfontein í Suður-Afríku hefur vakið hneykslan með því að bjóða gestum upp á að gista í „fátækrahverfi".

Vistarverurnar eru nákvæm eftirlíking af svokölluðum Shanty Town híbýlum sem eru þyrpingar af húsum í útjaðri borga. Slík hverfi eru mjög algeng í Suður-Afríku en í þeim búa milljónir manna og oft við mikla neyð.

Gistingin hefur verið gagnrýnd fyrir smekkleysi. Og þá aðallega fyrir að bjóða forríkum gestum upp á að fá nasaþefinn af fátækt án þess þó að upplifa raunverulega fátækt. Kofarnir eru með þráðlaust net, upphitað gólf og að sjálfsögðu er öryggisgæsla í kringum húsin. Sjá nánar hér á CNN sem fjallar um málið.

Hér má sjá myndband af „fátækrahverfinu" sem gestir lúxushótelsins geta fengið að kynnast: