*

Ferðalög & útivist 2. desember 2013

Lúxushótelum fjölgar í Kína

Lúxushótelum hefur fjölgað mjög í Kína undanfarið og ekkert lát virðist á þeirri þróun.

Lúxushótelum er að fjölga í Kína. Og ekki bara í Sjanghæ og Peking heldur víðar í landinu. Ástæðan er uppgangur í ferðamannaiðnaðinum. Bæði eru Kínverjar að ferðast meira innanlands og erlendum ferðamönnum hefur einnig fjölgað.

Í síðasta mánuði opnaði Ritz-Carlton hótelkeðjan tvö hótel í landinu. Eitt í Sichuan héraðinu í suðvesturhluta landsins og annað í Tianjin, hafnarborg í norðausturhluta landsins. Í báðum borgunum eru höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja og því sækja margir borgirnar heim í viðskiptaerindum.

En Kína er líka vinsælt fyrir fólk sem vill fara í frí og slaka á. Í Chengdu, höfuðborg Sichuan héraðs, njóta ferðir, sem leggja áherslu á matarmenningu, pandaskoðun og heilsulindir, sífellt meiri vinsælda. Hualuxe, hluti af InterContinental keðjunni, hyggst opna hótel um allt land á næstu tveimur árum, þar með talið strandhótel í Miðjarðarhafsstíl í Chengdu. The New York Times greinir frá málinu hér. 

Stikkorð: Kína  • Kína  • Ritz-Carlton  • Lúxushótel