*

Bílar 28. mars 2018

Lúxusinn allsráðandi

Nýr Lexus LS er lipur og lúxusinn er allsráðandi en hann kostar 20 milljónir króna.

Nýr Lexus LS var frumsýndur með viðhöfn hér á landi á dögunum. Þetta er fimmta kynslóðin af þessum mikla lúxusbíl sem er flaggskip fólksbílaflota Lexus.  

Bíllinn hefur verið endurhannaður frá grunni og státar nú af mikilli lipurð í stýringu og fínum afköstum, án þess að gera nokkrar málamiðlanir í þægindum og munaði. Lúxusinn er allsráðandi í innanrýminu og það væsir ekki um ökumann né farþega. Handgerðir skrautlistar í origami stíl, Shimamoku mynstur úr viði og skrautlistar innblásnir af skornum glermunum eftir Edo Kiriko fara frábærlega við Takumi leðursætin. Framsætið, sem er með 28 stillingum, sér um að halda ökumanninum sprækum með Shiatsu nuddi, en farþegar í aftursætum njóta lífsins á hallandi legubekk með sjö Shiatsu nuddstillingum og viðbótarhiturum.

Hægt er að velja um annaðhvort Multi Stage Hybrid kerfi eða 3,5 lítra V6 bensínvél með tvöfaldri forþjöppu. Velin skilar 394 hestöflum og hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið er 6,1 sekúnda sem er gott fyrir þetta stóran lúxusbíl. Eyðslan er frá 8,6 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Lexus LS 500 kostar frá 20 milljónum króna.