*

Ferðalög 8. maí 2014

Lúxusinn nær nýjum hæðum

Þeir sem sitja á fúlgum fjár ættu að prófa að ferðast með flugfélaginu Etihad.

Flugfélagið Etihad kynnti í vikunni nýjan ferðamáta fyrir vel efnað fólk. Búið er að innrétta nokkrar Airbus A380 og Boeing B787 þannig að hvergi hefur verið til sparað.

Það sem vakti sérstaka athygli á kynningunni voru sérstakar VIP-svítur sem búið er að innrétta í Airbus-flugvélunum. Það er sem sagt hægt að fljúga með Etihad í sinni eigin svítu. Í henni er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, borðstofa/stofa og sérbaðherbergi með sturtu. Tveir flatskjáir eru í svítunni, minibar og ýmislegt fleira. Hverri svítu fylgir síðan að sjálfsögðu þjónn.

Airbus A380-vélarnar eru tveggja hæða og verða svíturnar á efri hæðinni.

 

 

 

 

Stikkorð: Etihad