*

Bílar 28. október 2016

Lúxuspallbíll frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz kynnti nýjan pallbíl til leiks í vikunni sem ber nafnið X-Class.

Mercedes-Benz kynnti nýjan pallbíl til leiks í Stokkhólmi í vikunni sem fengið hefur heitið X-Class. Bíllinn er enn á hugmyndastigi en hann mun fara í framleiðslu á næsta ári.

X-Class verður með aflmiklum vélum og Mercedes-Benz ætlar að gera bílinn sérlega góðan hvað varðar aksturseiginleika og þægindi. Hönnun pallbílsins þykir hafa tekist mjög vel. Hann er kraftalegur en um leið með flottar línur. Að aftan eru LED ljósin mjög áberandi. Bíllinn verður búinn miklum lúxus í innanrýminu og mun meira en venja er í þessum flokki bíla.

Pallbíllinn verður með sex strokka V6 dísilvél sem skilar 260 hestöflum. X-Class mun hafa burðargetu upp á 1,1 tonn og dráttargetu upp á 3,5 tonn. Bíllinn verður í boði með 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz.

Stikkorð: Benz  • X-Class  • pallbíll