*

Bátar 18. mars 2012

Lúxussnekkjan A hönnuð af Philippe Starck

Wall Street Journal fékk að skoða sig um í lúxussnekkjunni A. Snekkjan er mun kraftmeiri en varðskipið Þór.

Fleyið minnir meira á kafbát en lúxussnekkju. Það kostaði um 36 milljarða króna að smíða snekkjuna og er hún með þeim stærstu í heimi, um 120 metrar á lengd. Sprengjuhelt gler, þrjár sundlaugar, þrír hraðbátar eru meðal þess sem er að finna um borð.

Tvær 11.000 hestafla vélar knýja skipið áfram. Til samanburðar eru aðalvélarnar í varðskipinu Þór 6.000 hestöfl hvor.

Hönnuðir snekkjunnar eru Philippe Starck og Martin Francis. Starck hefur hannað allt frá mótorhjólum til hótela. Má þar nefna Sanderson hótelið í Lundúnum. 

Eigandinn er rússneski milljarðamæringurinn Andrey Melnichenko. Hann er í 81 sæti á Forbes listanum yfir ríkustu menn í heimi og 11 ríkasti Rússinn. Eignir hans eru metnar á 10,8 milljarða dala, um 1300 milljarða króna.+