*

Bílar 10. nóvember 2017

Lúxusútgáfa af Ford Edge

Ford Edge Vignale er ný lúxusútfærsla af hinum vinsæla Ford Edge jeppa.

Nýr Ford Edge Vignale verður frumsýndur á morgun kl. 12 og 16 hjá Brimborg. Þessi lúxusútgáfa er með meiri lúxusbúnaði og tækni en hin hefðbundna útfærsla sportjeppans. Vignale er með 210 hestafla dísilvél og Ford PowerShift gírskiptingu sem á að draga úr eldsneytisnotkun bílsins án þess að það bitni á akstursánægjunni.

Staðalbúnaður hans er ríkulegur m.a. 20 tommu álfelgur, LED aðalljós og þokuljós, lúxus leðuráklæði og upphitanlegt stýri svo eitthvað sé nefnt. Þá er hann vel búinn aksturs- og öryggiskerfum m.a. hálfsjálfvirkri bílastæðaaðstoð og myndavél að framan og aftan með tvískiptum skjá í mælaborði og íslensku leiðsögukerfi.

Vignale er einnig búinn umferðaskiltalesara, veglínuskynjara, árekstrarvörn, veltivörn sem ætti að koma að góðum notum í umferðinni.

Stikkorð: bíll  • lúxus  • Ford Edge  • sportjeppi