
Lýður Guðmundsson, sem er oft kenndur við Bakkavör, kleif nýverið Everst, hæsta tind heims, ásamt Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Gitnis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Viðskiptablaðið greindi nýverið frá því að Bjarni Ármannsson stefndi á toppinn og náði han því afreki í morgun ásamt Lýð.
Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarsonar sem var með þeim félögum í för. En fram kom að Leifur hafi afrekað að klífa sjö hæstu tinda í hverri heimsálfu.
Jafnframt kom fram að Lýður Guðmundsson hafi einnig farið á sjö hæstu tinda í hverri heimsálfu og sé hann þriðji íslendingurinn sem nær að afreka það.
„Með þessari ferð í nótt þá klárar Lýður það sem er kallað adventure Grand slam, sem eru sjö hæstu tindar hverrar heimsálfu og báðir pólarnir,“ sagði Sigrún.