*

Ferðalög & útivist 23. maí 2019

Lýður og Bjarni á topp Everest

Lýður Guðmundsson, hefur jafnframt klifið sjö hæstu tinda í hverri heimsálfu og er hann þriðji íslendingurinn til að afreka það.

Lýður Guðmundsson, sem er oft kenndur við Bakkavör, kleif nýverið Everst, hæsta tind heims, ásamt Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Gitnis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskiptablaðið greindi nýverið frá því að Bjarni Ármannsson stefndi á toppinn og náði han því afreki í morgun ásamt Lýð.

Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarsonar sem var með þeim félögum í för. En fram kom að Leifur hafi afrekað að klífa sjö hæstu tinda í hverri heimsálfu. 

Jafnframt kom fram að Lýður Guðmundsson hafi einnig farið á sjö hæstu tinda í hverri heimsálfu og sé hann þriðji íslendingurinn sem nær að afreka það.

„Með þessari ferð í nótt þá klárar Lýður það sem er kallað adventure Grand slam, sem eru sjö hæstu tindar hverrar heimsálfu og báðir pólarnir,“ sagði Sigrún.