*

Menning & listir 19. júlí 2013

Maður sem heitir Ove sumarsmellurinn í ár hjá Veröld

Önnur prentun bókarinnar Maður sem heitir Ove er langt komin og sú þriðja verður sett í gang á næstu dögum.

Sumarsmellurinn í ár hjá Veröld er bókin Maður sem heitir Ove. Önnur prentun bókarinnar er langt komin og verður sú þriðja sett í gang á næstu dögum. Gagnrýnendur hafa lofað bókina og gefið henni fimm stjörnur, hún er sögð sannkallaður yndislestur og að hún kalli fram hlátur og tár og er sögð feikiskemmtileg.

Maður sem heitir Ove er fyrsta skáldsaga Fredriks Backman en hann leggur nú lokahönd á nýja bók sem verður væntanleg hjá Veröld í byrjun næsta árs. Fredrik Backman er sænskur og er fæddur 1981. Hann er gríðarlega vinsæll bloggari en um 50.000 manns fylgjast með bloggi hans þar sem hann skrifar mest um sjálfan sig. Ef grannt er skoðað má sjá ýmis líkindi með honum og Ove.

Stikkorð: Bækur  • Maður sem heitir Ove  • Veröld