
Hakkarinn George Hotz varð heimsfrægur undir nafninu ‘geohot’ þegar hann braust fyrstur manna gegnum öryggiskerfi iPhone-símans, þá aðeins 17 ára gamall.
Aðferðin sem hann notaði, sem er betur þekkt sem ‘jailbreak’, hefur verið notuð æ síðan til að gera notendum símans kleift að skipta við fjarskiptafyrirtæki að eigin vali og hrauka til í kóðum símans.
Nú hefur Hotz verið að bardúsa við sitt eigið áhugaverkefni, en það snýst helst til um að byggja sinn eigin sjálfkeyrandi bíl. Þegar blaðamaður Bloomberg heimsótti hann í San Francisco var hann búinn að útbúa Acura ILX 2016-bifreið sína með skönnum og mælitækum.
Hann hafði sett upp stýripinna í stað gírkassans og líma 21-tommu tölvuskjá yfir útvarpið og miðstöðina. Því næst gorti hann sig af því að Tesla notaðist „aðeins” við 17-tommu skjái.
Hanskahólfi bílsins, sem Hotz segist hafa byggt á einum mánuði, hefur verið umturnað og heilli tölvu komið þar fyrir. Hún er svo tengd við tölvuskjáinn, og notast við Ubuntu-stýrikerfið frá Linux. Tölvan er svo tengd inn í kerfi bílsins, og ökumaðurinn getur séð öll gögn beint á skjánum.
Hotz fór að keyra á hraðbrautinni í San Francisco með blaðamanninn í bílnum, og tókst þá bílnum ágætlega til. Hann keyrði eftir akreininni á meira en fullnægjandi hátt, á miklum hraða. Höfundi greinar brá þó allheldur í brún þegar hann ætlaði að sveigja inn í jeppling á hægri hönd - en hættir svo við á síðustu stundu.
Það var þá sem Hotz var spurður hvernig tilfinningin hefði verið að finna bílinn virka rétt í fyrsta sinn - og þá fékk hann svarið „Gaur, hann var að virka í fyrsta sinn rétt í þessu.”
Grein Bloomberg um Hotz og bílinn má lesa hér.