*

Ferðalög 11. júní 2013

Magnaðar myndir af Brúarfossi

Þýskur ljósmyndari hefur tekið ótrúlegar ljósmyndir af Brúarfossi á ýmsum árstíðum.

Martin Schulz er þýskur ljósmyndari sem er algjörlega heillaður af Íslandi. Hann hefur tekið myndir af Brúarfossi um sumar, vetur og haust.

Martin hefur komið til landsins átta sinnum síðan 2007 og segist vera orðinn háður landinu. Martin segir Brúarfoss fullkominn á hvaða tíma árs sem er.

Hér má sjá bloggið hans á vefsíðunni Stuck in Iceland.