*

Hitt og þetta 7. október 2013

Magnaðar myndir af gömlum banka í Brooklyn

Í Williamsburg í Brooklyn hefur bankinn Williamsburgh Savings grotnað niður í fjölda ára en ekki lengur. Nú verður bankinn gerður upp.

Williamsburgh Savings bankinn er í allsherjar yfirhalningu þessa dagana. Bankinn, sem stendur rétt við Williamsburg brúna í Brooklyn í New York, er í Beaux-Art stíl og var byggður fyrir 138 árum síðan. Þá voru bankar byggðir í svipuðum byggingarstíl og kirkjur.

Bankinn hefur grotnað niður síðustu árin en nú á loks að gera hann upp. Stefnt er að því að halda öllu útliti eins upprunalegu og hægt er. Allir innanstokksmunir verða annaðhvort gerðir upp eða endursmíðaðir í nákvæmlega sömu mynd.

Í bankanum eru ýmsir stórkostlegir hlutir eins og lyfta í „bird cage“ stíl en aðeins þrjár lyftur af þeirri tegund eru eftir í allri New York borg. Lyftan var sett í bankann 1911. Hjarirnar á hurðunum eru allar einstakar. Þær sem eru ónýtar verða endursmíðaðar í sömu mynd en nokkrar, sem eru í lagi, verða gerðar upp. Á vefsíðunni Gizmodo.com má lesa nánar um bankann og fleiri myndir má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Brooklyn