*

Menning & listir 21. mars 2013

Magnaðar myndir af götulífi New York

Ljósmyndarinn Paul McDonough tók skemmtilegar myndir af götum New York borgar á sjöunda áratugnum.

Ljósmyndarinn Paul McDonough þykir ná ótrúlegri stemningu og lífi í ljósmyndum sínum af götulífi New York borgar. Hann kom til borgarinnar 1967 og fór strax að taka myndir í sínu nánasta umhverfi og heitir fyrsta serían „New York City 1968-1972.“ Sjá nánar hér á Slate.com.

Paul hafði ekki tekið margar myndir þegar hann kom fyrst til New York en myndir hans þykja sérstakar þar sem hann stillti engum upp heldur bara smellti af hvar sem hann var. Hann segir sjálfur að í þá daga hafi fólk verið mun afslappaðra gagnvart ljósmyndurum og flestum var alveg sama þó að hann væri að þvælast um og taka myndir. Hann segir að í dag sé fólk mun meira á varðbergi þegar það sér myndavél á lofti. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is