*

Bílar 19. maí 2016

Magnaðir BMW bílar sýndir

Nokkrir magnaðir BMW bílar verða kynntir hjá BL í tilefni 100 ára afmælis þýska lúxusbílaframleiðandans.

Rafmagnaði sportbílinn BMW i8 Plug-in Hybrid verður stjarna sýningarinnar nk. laugardag hjá BL. Bíllinn er fjórhjóladrifinn, búinn 131 hestafla rafmótor sem knýr framhjólin á móti þriggja strokka 231 hestafla bensínvél með tveimur forþjöppum sem knýr afturhjólin.

Saman skila vélarnar 362 hestöflum, þar af 154 á hvern bensínlítra sem eru einstök afköst í flokki sportbíla. Hröðun i8 í 100 km/klst. er aðeins 4,4 sekúndur. Eldsneytiseyðsla i8 er að meðaltali 2,1 lítri á hverja 100 km og Co2 útblástur 49 gr/km.  

BMW i3 verður frumsýndur á laugardag og boðinn til reynsluakstur á afmælissýningunni. Bíllinn er byggður á álgrind og þegar hann kom fyrst á markað árið 2013 bjó yfir langdrægari rafhlöðu en aðrir rafmagnsbílar sem þá voru á markaðnum og gerir enn sé litið til sama stærðarflokks.

Í haust kemur i3 með nýrri og enn öflugri rafhlöðu sem við bestu aðstæður dregur um 300 km. BMW M2 verður einnig sýndur en sportbíllinn er búinn 6 strokka 370 hestafla vél við 7 þrepa sjálfskiptingu sem beinir vélaraflinu ómenguðum beint til afturhjólanna. Togið er hvorki meira né minna en 465 Nm og er bíllinn aðeins 4,3 sekúndur í 100 km/klst.

Stikkorð: BMW  • Bílar  • i8  • Rafmagnsbílar