*

Bílar 25. desember 2016

Magnaður MAN

Hjónin Örn Steinar Arnarsson og Linda Dröfn Jónsdóttir reka sjö sendibíla í ýmsum stærðum undir merkinu Sendó

Haraldur Guðjónsson
 - hag@vb.is

Þau hjón buðu blaðamanni Viðskiptablaðsins að reynsluaka þessum bíl sem kallaður er Siv að sögn Lindu en það er komið til vegna þess að bókstafirnir í númerinu eru SI-V. Linda starfar á skrifstofu Sendó meðan Örn Steinar sinnir akstri og öllu sem við- kemur bílunum í rekstri fyrirtækisins.

Það er augljóst að engu hefur verið til sparað í þennan bíl enda stendur hann í tæpum 33 milljónum með vsk. Að innan er vinnuaðstaðan rúmgóð og aðgengileg. Leðursætin eru þægileg og aðstaðan góð. Milli sætanna er stokkur sem er bæði kælir og skrifborð eða matarborð. Í mælaborðinu eru hirslur vel skipulagðar þannig að auðvelt er að leggja frá sér hluti eins og fjarstýringu fyrir lyftuna, lykla, skriffæri og þess háttar sem oft fylgir svona bílum.Miðstöðin er sjálfvirk og olíumiðstöð sér um að halda stýrishúsinu heitu þurfi bílstjórinn að sofa í bílnum, en hann er búinn tveim kojum.

Láttu hann bara vaða

Í mælaborðinu er lítill skjár þar sem bílstjórinn getur fylgst með öllu er viðkemur bílnum og þar getur hann vigtað bílinn og fylgst með viðhaldi hita, olíuþrýstingi og þess háttar. Fyrir ofan gluggann er nokkuð stór skjár sem er tengdur við þrjár bakkmyndavélar.

Þegar ekið er af stað tekur maður fyrst eftir því hversu góð fjöðrun er í bílnum. Þetta kom mér á óvart því oft geta svona bílar verið leiðinlega hastir að framan og ég hafði orð á þessu er við nálguðumst hraðahindrun á um 30 km hraða.

„Láttu hann bara vaða,“ sagði Örn Steinar við mig þegar ég gerðist líklegur til að hægja á mér fyrir hraðahindrunina. 

Nánar er fjallað um reynsluakstur á MAN TGX XXL 18.480 euro 6 í fylgiblaði Viðskiptablaðsins, Atvinnubílar. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Bílar  • Sendó