*

Sport & peningar 25. maí 2013

Man. Utd. endurfjármagnar hluta af skuldum sínum

Englandsmeistararnir greiddu um 50 milljónir punda í vaxtakostnað á síðasta ári. Skulda yfir 300 milljónir punda.

Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur endurfjármagn lán upp á tæpar 180 milljónir Sterlingspunda.

Þrátt fyrir mikla velgengni á vellinum síðustu ár er United skuldum vafið félag sem má helst rekja til þess að þegar eigendur félagsins, hin bandaríska Glazer fjölskylda, keypti félagið árið 2005 og skuldsetti það um leið til að fjármagna kaupin. Heildarskuldir félagsins eru nú um 307 milljónir Sterlingspunda, eða um 57,6 milljarðar króna á núverandi gengi. Tekjur United eru þó stöðugar og á síðasta ári fékk félagið um 60 milljónir punda vegna sýningarréttar frá leikjum félagsins.

Samkvæmt frétt BBC hefur United náð samkomulagi við bandaríska bankanna Bank of America um endurfjármögnun lána. Endurfjármögnunin á að para félaginu um 10 milljónir punda í vaxtakostnað árlega, en þess má geta að á síðasta fjárhagsári félagsins greiddi það um 50 milljónir punda í vaxtakostnað af lánum.

Manchester United hefur, frá því að Glazer fjölskyldan eignaðist félagið, unnið fimm Englandsmeistaratitla og einu sinni orðið Evrópumeistari. Félagið sigraði sem kunnugt er ensku deildina á núverandi tímabili.