*

Sport & peningar 21. maí 2013

Man Utd fékk rúma ellefu milljarða úr sjónvarpinu

Enska úrvalsdeildin hefur útdeilt um 180 milljörðum króna til deildarliðanna 20.

Enska úrvalsdeildin hefur gert opinbert hvað hvert deildarliðanna 20 fékk í sinn hlut af sjónvarpstekjum fyrir nýliðið tímabil. Ekki þarf að koma á óvart að deildarmeistararnir í Manchester United fengu stærsta kökubitann, eða um 60,8 milljónir punda, andvirði um 11,4 milljarða króna. Heildargreiðslur til liðanna tuttugu námu 972,2 milljónum punda, andvirði um 180 milljörðum króna.

Samkvæmt reglum deildarinnar er helmingi sjónvarpstekna frá Bretlandi jafnt skipt á milli liðanna og fjórðungi er skipt niður á liðin eftir því hvar þau enda í deildinni. Fjórðungur teknanna fer svo til liða í formi vallargjalda þegar heimaleikir eru sýndir í bresku sjónvarpi. Tekjur frá öðrum löndum skiptast jafnt á milli liðanna.

Sjá má hvað hvert lið fékk mikið í sinn hlut hér fyrir neðan. Tölurnar eru í milljónum punda

 •  Arsenal - 57,1
 •  Aston Villa - 45
 •  Chelsea - 55
 •  Everton - 51,8
 •  Fulham - 45,3
 •  Liverpool - 54,8
 •  Man City - 58,1
 •  Man Utd - 60,8
 •  Newcastle - 45,2
 •  Norwich - 46,1
 •  QPR - 39,8
 •  Reading - 40
 •  Southhampton - 43,8
 •  Stoke - 44,6
 •  Sunderland - 43,5
 •  Swansea - 47,6
 •  Tottenham - 55,9
 •  West Brom - 48,3
 •  West Ham - 48,7
 •  Wigan - 40,8