*

Sport & peningar 13. maí 2012

Manchester City eyddi 188 milljörðum á þremur árum

Liðið varð Englandsmeistari í dag í fyrsta sinn í 44 ár. Olíuauðurinn skipti máli.

Manchester City varð Englandsmeistari í dag í fyrsta sinn í 44 ár. Því hefur verið haldið fram að félagið hafi beinlínist keypt sér sigurinn í ensku meistaradeildinni. Ekki síst af þeim sem styðja erkifjendurna í Manchester United sem urðu af titlinum í dag á markatölu.

Breska dagblaðið Telegraph fór í vikunni ítarlega yfir fjárhag Manchester City. Frá árinu 2008 þegar olíufurstinn Sheikh Mansour bin Zayed Al-Nahyan keypti liðið hefur félagið eytt 930,4 milljónum sterlingspunda, rúmum 188 milljörðum króna. Stór hlut fjárhæðarinnar hefur farið í leikmannakaup.

Aðeins á aðeins þriðjungur fjárins, 365 milljónir punda, uppruna sinn í rekstri félagsins. Afgangurinn, 565 milljónir punda, hefur því komið úr öðrum rekstri. 

Blaðið tekur fram að nákvæmur útreikningur fáist ekki fyrr en liðið birtir reikninga sína fyrir tímabilið sem lauk í dag.

Ekki verður fullyrt hér að sigurinn í dag hafi aðeins verið vegna fjárausturs hjá félaginu. Olíuauður eigandans hefurgert mun, jafnvel gæfumuninn.