*

Sport & peningar 13. ágúst 2014

Manchester United bannar spjaldtölvur

Vegna öryggishættu mega gestir Old Trafford ekki koma með spjaldtölvur með sér á leiki.

Fótboltafélagið Manchester United hafur bannað gestum sem eru að sækja leiki á heimavelli þeirra, Old Trafford, að koma með spjaldtölvur eða fartölvur með sér. Ástæða þess er að félagið vill tryggja öryggi líkt og nú er gert á flugvöllum. Þar eru farþegar beðnir um að kveikja á fartölvum og spjaldtölvum til að sýna að tækin séu hlaðin og virk.

Forsvarsmenn Manchester United telja að, ólíkt því sem tíðkast á fluvöllum, sé óhentugt að láta gesti vallarins kveikja á tækjunum til að sýna að þau virki.

Tekið var skýrt fram að lögreglan í Manchester komi ekki að banninu.

Bannið á við um stærri og minni spjaldtölvur, meðal annars iPad mini, auk annarra stærri raftækja. Snjallsímar eru enn leyfðir svo lengi sem þeir eru 15x10 cm.

Talsmaður félagsins sagði í samtali við BBC að ákvörðunin hefði verið tekin eftir ábendingu sem barst. Hann sagði bannið ekki hafa með það að gera að gestir væru að taka upp leiki á spjaldtölvum sem væri að trufla útsýni annarra gesta.