*

Sport & peningar 4. október 2016

Manchester United dýrasta lið allra tíma

Lið Manchester United er það dýrasta í heimi samkvæmt nýrri úttekt.

Manchester United er nú dýrasta knattspyrnulið allra tíma. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn CIES Football Observatory. Heildarvirði leikamanna liðsins er 628 milljónir sterlingspunda, eða 718 milljóna evra, því sem samsvarar um 92 milljörðum íslenskra króna. Virði leikmanna United hækkar því um 185 milljónir evra milli tímabila.

Manchester United keypti Paul Pogba á 100 milljónir punda í sumar, sem er metfé. Einnig bættu þeir Henrikh Mkhitaryan og Eric Bailly við leikmanna hóp sinn, sem kostuðu sinn skildinginn.

Rannsóknin tók saman tölur um kaupverð leikmanna auk launa auka launagreiðslna til leikmanna liðsins.

Liðið sem er á öðru sæti listans er Real Madrid, en virði leikmanna þess er metið á 634 milljónir evra. Virði leikmanna Manchester City er metið á 611 milljónir evra og Barcelona 485 milljónir.

Af 20 dýrstu knattspyrnuliðunum eru níu lið úr ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Chelsea, Arsenal og Liverpool. Áhugavert er þó að benda á að Leicster City, sigurvegarar ensku deildarinnar í fyrra eru einungis 17 dýrasta liðið.

Um málið er fjallað í frétt á vef ESPN.