*

Sport & peningar 13. janúar 2015

Manchester United greiðir hæstu launin

Manchester-liðin greiða leikmönnum sínum hæstu launin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Knattspyrnufélagið Manchester United greiðir hæstu laun allra félaga í ensku úrvalsdeildinni. Nam launakostnaður liðsins á síðasta keppnistímabili um 215 milljónum punda, en það jafngildir rúmum 42 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins. Sky greinir frá.

Í öðru sæti listans kemur Manchester City með greiðslur upp á 205 milljónir punda. Chelsea kemur þar á eftir með 190,5 milljónir punda og hækkar kostnaðurinn þar um 8% milli ára. Arsenal situr í fjórða sætinu með kostnað sem nemur 166 milljónum punda.

Athygli vekur að launakostnaður Southampton, sem situr í þriðja sæti deildarinnar og sigraði Manchester United í síðustu umferð, er aðeins brot af kostnaði stóru liðanna, en hann nemur um 47 milljónum punda.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is