*

Sport & peningar 10. ágúst 2012

Manchester United hitti ekki í mark

Breska úrvalsdeildarliðið Manchester United á ekki góðu gengi að fagna á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.

Eigendur breska úrvalsdeildarliðsins Manchester United hafa vafalítið á betri dag en nú, fyrsta viðskiptadaginn með 10% hlutabréfa knattspyrnufélagsins á markaði í New York í Bandaríkjunum. Gengi bréfa í félaginu stóð í 14 dölum á hlut eftir frumútboð þegar kauphallarbjallan hringdi nú eftir hádegið að íslenskum tíma. Það sem af er degi má segja að líkist fyrri hálfleik liðsins, gengið rauk upp um 5% í fyrstu viðskiptum en dalaði þegar líða tók á og nemur hækkunina nú aðeins 20% það sem af er.

Glazer-fjölskyldan, sem keypti Manchester United árið 2005, gerði sér vonir um að selja hlutabréfin á genginu 16 til 20 dollara á hlut en var að sætta sig við 14 dollara.

Til að gera illt verra eru fjármálasérfræðingar ekkert ógurlega spenntir yfir skráningu Manchester United á markað. Chris Smith, blaðamaður og pistlahöfundur hjá bandaríska tímaritinu Forbes, segir í pistli sínum í dag, fjárfesta eiga að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupi bréfin og bendir á að skráð íþróttafélög hafi ekki skilað fjárfestum miklu. Þau hafi t.d. ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna á hlutabréfamarkaði auk þess sem íþróttafélög greiði hluthöfum sínum yfirleitt ekki arð. 

Hér má fylgjast með gengi Manchester United á hlutabréfamarkaðnum.