*

Sport & peningar 17. ágúst 2011

Manchester United í hlutafjárútboð í Singapúr

Stefna að því að safna einum milljarði Bandaríkjadala.

Manchester United stefnir að því að safna einum milljarði Bandaríkjadala með hlutafjárútboði í Singapúr fyrir lok þessa árs. Manchester United er því nýjasta fyrirtækið sem sækir fjármagn til Asíu. Þetta kemur fram í Wall Street Journal. 

Manchester United stefnir nú aftur á markað eftir að hafa verið í eigu bandaríska viðskiptajöfursins Malcolm Glazer keypti klúbbinn. Bankinn Credit Suisse Group hefur verið ráðinn til að sjá um útboðið.