*

Sport & peningar 10. júlí 2013

Manchester United komið á Twitter

Rauðu djöflarnir í Manchester United eru loks komnir á Twitter samskiptasíðuna.

Knattspyrnufélagið Manchester United opnaði í dag Twitter síðu og eru öll stærstu liðin í enska boltanum því farin að tísta. Eftir aðeins einn klukkutíma voru 108.000 manns búin að skrá sig sem fylgjendur síðunnar. Þegar þetta er skrifað eru þeir orðnir tæplega 192.000 talsins.

United á þó töluvert í land ætli klúbburinn að ná öðrum stórliðum á Twitter, því Arsenal er með ríflega 2,5 milljónir fylgjenda, Chelsea hefur tæplega 2,4 milljónir og Liverpool tæplega 1,8 milljónir.

Stærstu knattspyrnuliðin á Twitter eru hins vegar spænsku risarnir Barcelona með 9,5 milljónir fylgjenda og Real Madrid með tæplega 8,2 milljónir.

Stikkorð: Manchester United  • Twitter