*

Sport & peningar 7. janúar 2014

Manchester United tapar og tapar

Tapleikir knattspyrnuliðsins Manchester United koma verulega niður á verðmæti félagsins.

Englandsmeistararnir í Manchester United hafa átt afleitt tímabil það sem af er. Í fyrradag töpuðu þeir gegn Swansea 2-1 og eru í sjöunda sæti i deildinni. Norski viðskiptavefurinn e24 greinir frá því að við þetta hafi bréf í knattspyrnufélaginu hríðfallið í verði. 

Á einum mánuði hefur verðmæti félagsins, sem skráð er í S&P 500 hlutabréfavísitöluna, lækkað um 220 milljónir punda. Á sama tíma hefur aftur á móti vísitalan hækkað verulega. Lækkunin samsvarar 42 milljörðum króna. 

Nýr þjálfari, David Moyes, tók við stöðu þjálfara Manchester United í lok sumars. Hann sagði við fjölmiðla, eftir tapið í fyrradag, að hann sæi fram á bjartari tíma.