
Enska knattspyrnuliðið Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims samkvæmt skýrslu KPMG. Liðið sem er metið á 3.004 milljónir evra hefur þar með tekið fram úr Real Madrid sem er metið á 2.895 milljónir. Barcelona kemur svo í þriðja sæti, metið á 2.688 milljónir.
Enska úrvalsdeildinn á samtals sex af tíu verðmætustu félögum heims. Ástæðan er sú að ensk lið fá mun hærri tekjur af sjónvarpsréttarsamningum en önnur lið á listanum.
Manchester United er fyrsta liðið til þess að vera metið á meira en þrjá milljara evra. Liðið er með 26 alþjóðlega auglýsingasamninga, þar á meðal er treyjusamningur við Adidas auk þess sem Chevrolet er framan á treyjum þeirra. Skila þessir tveir samningar einir og sér liðinu tekjur upp á 122 milljónir punda á hverju ári.
Andrea Satori yfirmaður íþróttamála hjá KPMG segir að „samanlagt verðmæti 32 verðmætustu félaga heims bendi til þess heildarvirði knattspyrnuiðnaðarins hafi vaxið". Hann segir ástæðuna vera aukningu í sjónvarpstekjum en einnig hafi alþjóðavæðing í markaðssetningu þeirra, fjárfestingar í leikvöngum og betri stjórnarhættir skýrt vöxtin.