*

Sport & peningar 8. júní 2015

Manchester United verðmætasta vörumerkið

Vörumerki Manchester United er metið á 1,2 milljarða Bandaríkjadala.

Manchester United er verðmætasta vörumerkið í knattspyrnu á heimsvísu samkvæmt nýrri skýrslu frá Brand Finance sem BBC News greinir frá.

Klúbburinn hefur þannig sætaskipti við Bayern Munchen sem metið var verðmætasta vörumerkið í fyrra. Vörumerki Manchester United er nú metið á 1,2 milljarða dala. Bayern Munchen er metið á 933 milljónir dala.

Í þriðja sæti situr Real Madrid (873 milljónir), í fjórða sæti Manchester City (800 milljónir og í því fimmta er Chelsea (795 milljónir punda).

Sex af tíu verðmætustu vörumerkjunum koma frá enskum knattspyrnuliðum. Barcelona, sem tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu um helgina, situr í sjötta sæti listans og er metið á 773 milljónir dala.