*

Sport & peningar 11. janúar 2013

Manchester United vs. Liverpool: Suarez mun narta í stöng

Manchester United og Liverpool mætast á sunnudag í úrvalsdeild enska boltans.

Stórliðin Manchester United og Liverpool mætast á Old Trafford á sunnudaginn. Vb.is fékk nokkra eitilharða stuðningsmenn liðanna til að spá fyrir um úrslitin.

Helgi Jean Claessen, rithöfundur og útgefandi menn.is:

„Leikur Man. Utd og Liverpool verður áhugaverður. Man. Utd. eru búnir að vera í essinu sínu þetta tímabil með Hollywood endum á leikjum - með því að lenda undir en láta svo allt enda vel að lokum með fallegu sigurmarki. Liverpool á móti hafa verið heldur skrykkjóttir - en unnu þó næstum því sannfærandi sigur á Mansfield í síðasta leik (sem leikmönnum Ebbsfleet Utd. fannst mjög tilkomumikið því þeir höfðu sjálfir tapað 4-1 fyrir þeim í desember). Leikurinn á sunnudaginn verður í járnum - Man Utd. mun komast yfir eftir flotta hælsendingu frá Howard Webb - en þótt ótrúlegt megi virðast mun Liverpool vinna 2-1 eftir að Luis Suarez hefur nartað aðeins úr stönginni í hálfleik - og skora tvennu í þeim síðari.“

Stikkorð: Manchester United  • Liverpool