*

Sport & peningar 10. febrúar 2014

Manning borgar 100% skatt af Super Bowl

Peyton Manning er að reka sig á það að skattareglur í Bandaríkjunum geta verið með þeim flóknustu í heimi.

Peyton Manning, leikstjórnandi bandaríska ruðningsliðsins Denver Broncos og einn besti leikstjórnandi í sögu deildarinnar, átti einhvern versta leik lífs síns á dögunum. Margir bjuggust við spennandi leik, en lið Seattle Seahawks afgreiddi Broncos-liðið á öllum sviðum leiksins og niðurstaðan var þriðja stærsta tap í sögu Super Bowl úrslitaleiksins, 43-8 fyrir Seattle. Til að bæta gráu ofan á svart er Denver nú það lið sem oftast hefur tapað Super Bowl leik, eða fimm sinnum í heildina. Denver hefur tvisvar unnið leikinn.

Fyrir Manning er niðurstaðan einnig fjárhagslega leiðinleg. Hann er þó á mjög háum launum hjá Denver eins og flestir góðir leikstjórnendur þannig að það er ekki hægt að tala um áfall í þessu tilliti fyrir hann.

Leikmenn tapliðsins fengu 46.000 dali fyrir leikinn, eða um 5,3 milljónir króna. Vegna þess að leikurinn var haldinn í New Jersey verður Manning að greiða ríkinu skatt af þessum tekjum. Hversu hár skatturinn verður fer eftir því hvort Peyton hættir að spila fótbolta eftir þetta svakalega tap eða hvort hann heldur áfram að spila.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Peyton Manning