*

Hitt og þetta 25. desember 2015

Mannkynið nálgast 7,4 milljarða

Ísland er 175. fjölmennasta land í heimi með um 0,0045% af heildarfjölda mannkyns.

Samkvæmt útreikningum stofnunarinnar um mannfjölda (Weltbevölkerung-stiftelsen) í Hannover í Þýskalandi þá er fjöldi mannkyns kominn í um 7.391 milljónir. Samkvæmt gögnum frá sömu stofnun þá hefur mannfólkinu fjölgað um 83 milljónir á árinu.

Árið 1750 var áætlaður fjöldi mannkyns um 791 milljónir og hefur fjöldinn því tífaldast frá þeim tíma. Árið 1800 var fjöldi mannkyns kominn yfir milljarð og á árinu 1850 var fjöldinn um 1,26 milljarður manna. Í dag eru tvö lönd með fleiri íbúa heldur en heildarfjöldi mannkynsins árið 1850, en það eru Kína og Indland.

Það er einungis á síðustu áratugum þar sem fjöldi mannkyns hefur aukist mikið. Árið 1950 var fjöldi mannkyns um 2,5 milljarðar en um aldamótin 2000 var fjöldi mannkyns kominn upp í 6 milljarða.

Kína er sem fyrr fjölmennasta land í heimi, en um 1,36 milljarðar manna búa í landinu. Indland er næst-fjölmennasta land í heimi, en íbúar landsins eru um 1,26 milljarðar manna. Ísland er 175. fjölmennasta land í heimi en fjöldi Íslendingar er um 331 þúsund, eða um 0,0045% af heildarfjölda mannkyns.

Stikkorð: Ísland  • Mannfjöldi